21. júl. 2021

Malbikun í Urriðaholti

Næstu daga verður malbikað í Urriðaholti ef veður leyfir.  Truflun á umferð verður um aðra akrein Urriðaholtsstrætis fyrir helgi og í næstu viku verður truflun á umferð um Hraungötu.  

Fimmtudagur 22. júlí eða föstudagur 23. júlí:

Truflun verður á umferð um aðra akrein Urriðaholtsstrætis, austan Urriðaholtsskóla, og Maríugötu, sunnan Urriðaholtsstrætis, og Holtsveg, milli Maríugötu og Kinnargötu, vegna malbikunar fimmtudaginn 22. júlí eða föstudaginn 23. júlí.  Hjáleið verður um Kinnagötu á meðan malbikun stendur yfir.  
Malbikun fer fram á grænum kafla sem er merktur hér á mynd fyrir neðan.
Malbikun í Urriðaholti

 26.-30. júlí:

Truflun verður á umferð um Hraungötu, suðaustari hluta, vegna malbikunar. Áætlað er að ljúka malbikun bleika kaflans (sjá mynd hér fyrir neðan) í næstu viku, vikuna 26. – 30. júlí. Hjáleið um Hraungötu á meðan malbikun stendur yfir. 

Malbikun í Urriðaholti