13. okt. 2021

Malbikun -rampar frá Arnarnesvegi niður á Hafnarfjarðarveg

Fimmtudaginn 14. október er stefnt á að malbika rampa frá Arnarnesvegi og niður á Hafnarfjarðarveg til suðurs. 

Fimmtudaginn 14. október er stefnt á að malbika rampa frá Arnarnesvegi og niður á Hafnarfjarðarveg til suðurs. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá klukkan 9:00 – 15:00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og lokanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.