15. des. 2016

Afgreiðslutími yfir jól og áramót?

Afgreiðslutími í Ráðhúsi og íþróttamannvirkjum Garðabæjar yfir jól og áramót

Ráðhús Garðabæjar 

Afgreiðslutími í Ráðhúsi Garðabæjar yfir jól og áramót verður með hefðbundnum hætti fyrir utan að opnað verður kl. 10 þriðjudaginn 27. desember og mánudaginn 2. janúar. Þá daga er opið kl. 10-16.

Bókasafn Garðabæjar

Bókasafnið verður lokað á aðfangadag og gamlársdag.

2. janúar verður opið kl. 13-19

Íþróttamannvirki Garðabæjar

Ásgarðslaug er lokuð vegna framkvæmda en íþróttasalir og þreksalur er opinn.

Álftaneslaug er opin samkvæmt venju en lokar fyrr á Þorláksmessu.

Íþróttamannvirki Garðabæjar jól og áramót 2016

 

 

 

 

 

 

Starfsfólk Garðabæjar óskar Garðbæingum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Þökkum góð samskipti á árinu sem er að líða.