3. nóv. 2016

Húsnæði fyrir nuddstofu

Garðabær auglýsir húsnæði til leigu fyrir nuddstofu í þjónustumiðstöð Ísafoldar, Strikinu 3, Sjálandshverfi í Garðabæ. Gólfflötur húsnæðis: 14,2m2

Garðabær auglýsir húsnæði til leigu fyrir nuddstofu í þjónustumiðstöð Ísafoldar, Strikinu 3, Sjálandshverfi í Garðabæ. Gólfflötur húsnæðis: 14,2m2

Ísafold er hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð. Á 2. – 4. hæð er hjúkrunarheimili með 60 hjúkrunarrýmum. Þjónustumiðstöð er á 1. hæð með 16 dagdvalarrýmum, hárgreiðslustofu, fótaaðgerðastofu, sjúkraþjálfunarstöð, vinnustofu, bakaríi, samkomusal og skrifstofum fyrir félagslega heimaþjónustu og liðveislu.

Áhugasamir skili upplýsingum um sig og væntanlegan rekstur í:
Þjónustuver Garðabæjar
Garðatorgi 7
210 Garðabæ

Skilafrestur rennur út föstudaginn 25. nóvember kl. 12:00.

Nánari upplýsingar um leigurými og fosendur útleigu