24. okt. 2016

Forkynning á tillögu að Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030

Forkynning á tillögu að Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 - íbúar hvattir til að kynna sér málið og senda inn ábendingar
Í samræmi við 2. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030. Ennfremur er forkynnt umhverfisskýrsla aðalskipulagstillögunnar.

Tillagan byggir að mestu leyti á þeim aðalskipulagsáætlunum sem í gildi eru fyrir Garðabæ og Álftanes en ýmsar breytingar verða þó á stefnunni.

Meginatriði tillögunnar eru:

  • Sameining Álftaness og Garðabæjar
  • Þétting byggðar á miðlægum svæðum
  • Dregið úr þéttingu á óbyggðum svæðum í útjaðri
  • Ofanbyggðarvegur ekki lengur skilgreindur sem stofnbraut
  • Landnotkun í Vetrarmýri breytist
  • Landnotkun á miðsvæði og á Norðurnesi á Álftanesi breytist
  • Gert verður ráð fyrir Borgarlínu meðfram Hafnarfjarðarvegi
  • Landnotkun í Garðahrauni breytist og tengibraut felld út.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð.

Forkynning stendur yfir til 21. nóvember 2016

Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla miðvikudaginn 2. nóvember 2016 klukkan 16:30. Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum og fyrirspurnum til skipulagsstjóra, í netfangið adalskipulag@gardabaer.is eða með því að nýta sérstakt ábendingarform á vef Garðabæjar, gardabaer.is. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. Þegar tillaga hefur verið fullmótuð í kjölfar forkynningar verður henni vísað til auglýsingar. Þá gefst öllum færi á að senda inn athugasemdir sem verður svarað skriflega. Búast má við að tillagan verði auglýst í byrjun árs 2017.

Hægt er að óska eftir fundi með Arinbirni Vilhjálmssyni skipulagsstjóra um einstök atriði tillögunnar þar sem spurningum verður svarað og tekið verður við ábendingum. Beiðni um fund skal senda á netfangið: adalskipulag@gardabaer.is

Tillagan er aðgengileg hér á vef Garðabæjar og í þjónustuveri Garðabæjar til 21. nóvember 2016.

Garðabær