26. okt. 2016

Kjörskrá Garðabæjar vegna kosninga til Alþingis

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis er fram eiga að fara 29. október 2016, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með 19. október 2016 til kjördags.

KJÖRSKRÁ GARÐABÆJAR

Kjörskrá vegna kosninga til Alþingis er fram eiga að fara 29. október 2016, liggur frammi almenningi til sýnis í þjónustuveri Garðabæjar í Ráðhúsinu við Garðatorg, frá og með 19.  október 2016 til kjördags.

Á kjörskrá eru allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og skráðir eru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá 24. september 2016.

Íslendingar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda eftir 1. desember 2007 og náð hafa 18 ára aldri á kjördag eru einnig á kjörskrá.  Miða skal við síðasta skráða lögheimili hér á landi. 

Íslendingar sem flutt hafa lögheimili sitt til útlanda fyrir 1. desember 2007 geta verið á kjörskrá enda hafi þeir sótt um það til Þjóðskrár Íslands eigi síðar en 29. september 2016.  Miða skal við síðasta skráða lögheimili hér á landi.

Erlendir ríkisborgarar eiga ekki kosningarétt við alþingiskosningar og eru því ekki á kjörskrárstofni.

Athugasemdir við kjörskrá skulu berast bæjarstjórn, en leiðréttingar á kjörskrá má gera til kjördags.

Bæjarritari