10. okt. 2016

Útboð - endurnýjun Ásgarðslaugar

Garðabær óskar eftir tilboðum í endurnýjun Ásgarðslaugar

Garðabær óskar eftir tilboðum í endurnýjun Ásgarðslaugar.

Verkið felst í nýjum heitum pottum, vaðlaug, vaktrými og eimbaði ásamt endurnýjun sundlaugar, búningsklefa, útiklefa, danssalar og æfingasalar. Einnig verður kjallari stækkaður og lagnakerfi endurnýjuð.

Helstu verkþættir og magntölur eru:

Gröftur og fleygun – 2.500m3
Fyllingar – 1.000m3
Steypumót – 1.600m2
Járnbending – 50.000kg
Steinsteypa – 400m3
Stálvirki – 6.500kg
Frárennslislagnir - 300m
Hitakerfislagnir - 200m
Neysluvatnslagnir - 500m
Snjóbræðsla – 700m2
Hreinsikerfi fyrir sundlaug, vaðlaug og potta - 550 m3
Loftræsisamstæða - 1 stk.
Strengstigar – 150m
Pípur – 500m
Strengir 230/400V – 1.000m
Smáspennustrengir – 1.000m
Lampar – 100 stk.
Endurnýjun búningsklefa – 400m2
Útiklefar og útimannvirki – 200m2
Flísalögn potta og lauga – 1.000m2

Útboðsgögn verða afhent á USB minnislykli í móttöku Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík frá kl. 9:00 þriðjudaginn 11. október 2016.

Opnun tilboða verður kl: 9:00, miðvikudaginn 9. nóvember 2016, í móttöku Verkís, Ofanleiti 2, 103 Reykjavík.

Kynningarfundur verður haldinn miðvikudaginn 26. október 2016, kl. 9.00 í anddyri Ásgarðslaugar, 210 Garðabæ.

Garðabær