8. sep. 2016

Auglýst eftir umsóknum í þróunarsjóð grunnskóla

Garðabær auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar.

Garðabær auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við skóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu og menningarsvið í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í þróunarsjóð.

Heildarúthlutun ársins er 25 milljónir og þegar hefur verið úthlutað tæpum 20 milljónum.

Áhersluþættir þróunarsjóðs grunnskóla:

  1. Efla læsi og lesskilning og nýta mælikvarða á sviðinu.
  2. Fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir kennsluhættir sem mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í náminu.
  3. Samvinna innan og á milli skóla og skólastiga sem eykur samfellu í námi, eflir námsframboð og samræmir vinnu fagaðila.
  4. Félagsfærni og samskiptahæfni, vellíðan stúlkna og drengja í skóla, vinna gegn einelti.
  5. Innra mat skóla.

Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. október og verður þeim svarað fyrir 31. október.

Frekari upplýsingar veitir:

Margrét Björk Svavarsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs
sími: 52585005258500.

Reglur og umsóknareyðublöð eru á vef Garðabæjar