Afmælishátíð 3. september - atriði
Garðabær fagnar 40 ára afmæli árið 2016 og laugardaginn 3. september verður haldin afmælishátíð í miðbæ Garðabæjar af því tilefni. Dagskráin er í vinnslu og allar góðar hugmyndir um skemmtileg atriði eða uppákomur sem gætu verið hluti af hátíðinni eru vel þegnar.
40 ára afmæli Garðabæjar – afmælishátíð 3. september - atriði
Garðabær fagnar 40 ára afmæli árið 2016 og laugardaginn 3. september verður haldin afmælishátíð í miðbæ Garðabæjar af því tilefni. Hátíðin verður á Garðatorgi frá kl. 14-18 og fyrirhugað er að vera með skemmtidagskrá utandyra á torginu með tónlist og ýmsum uppákomum.
Dagskráin er í vinnslu og allar góðar hugmyndir um skemmtileg atriði eða uppákomur sem gætu verið hluti af hátíðinni eru vel þegnar. Hugmyndir má senda á Huldu Hauksdóttur upplýsinga- og menningarfulltrúa Garðabæjar sem allra fyrst í netfang hulda@gardabaer.is eða s. 525 8527 / 525 8500. Hátíðin verður kynnt nánar á vef Garðabæjar og á fésbókarsíðu bæjarins þegar nær dregur.