Opið fyrir umsóknir í þróunarsjóð grunnskóla
Garðabær auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar úr þróunarsjóði grunnskóla Garðabæjar. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að nýbreytni og framþróun í starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við skóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu og menningarsvið í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í þróunarsjóð.
Sjóðurinn hefur heimild til að úthluta 25 milljónum króna árið 2016.
Áhersluþættir þróunarsjóðs grunnskóla:
- Efla læsi og lesskilning og nýta mælikvarða á sviðinu.
- Fjölbreyttir og einstaklingsmiðaðir kennsluhættir sem mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í náminu.
- Samvinna innan og á milli skóla og skólastiga sem eykur samfellu í námi, eflir námsframboð og samræmir vinnu fagaðila.
- Félagsfærni og samskiptahæfni, vellíðan stúlkna og drengja í skóla, vinna gegn einelti.
- Innra mat skóla.
Umsóknir skal senda til Fræðslu- og menningarsviðs merktar Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ eða á netfangið skolanefnd@gardabaer.is. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. mars og verður þeim svarað fyrir 31. mars.
Frekari upplýsingar veitir:
Margrét Björk Svavarsdóttir, forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs
sími: 5258500.