Vífilsstaðavegur - Bæjarbraut, tillaga að deiliskipulagi
TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI
FORKYNNING
Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að deiliskipulagi Vífilsstaðavegar milli Litlatúns og Reykjanesbrautar og Bæjarbraut frá Vífilsstaðavegi að Hofsstaðabraut.
Markmið með deiliskipulaginu er:
- Að skilgreina Vífilsstaðaveg og Bæjarbraut sem bæjargötur með vistlegt yfirbragð
- Að draga úr umferðarhraða án þess að skerða afkastagetu
- Að bæta hljóðvist aðliggjandi íbúðarbyggðar
- Að auka öryggi gangandi, hjólandi og akandi vegfarenda
- Að styrkja ímynd Garðatorgs sem miðbæjar Garðabæjar
Deiliskipulagið felur í sér útfærslur á fyrirkomulagi akbrauta og gatnamóta, legu stíga, gangbrauta og undirganga, fyrirkomulag hljóðvarna, trjágróður og landslagsmótun.
Forkynning stendur yfir til 3. mars 2016.
Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla, fimmtudaginn 11. febrúar 2016
klukkan 17:00
Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.
Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulagsstjóra sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar til 3.mars 2016.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar.
Vífilsstaðavegur - Bæjarbraut, deiliskipulags uppdráttur
Vífilsstaðavegur - Bæjarbraut, deiliskipulags greinagerð
Vífilsstaðavegur - Bæjarbraut, deiliskipulags skýringarmynd 1
Vífilsstaðavegur - Bæjarbraut, deiliskipulags skýringarmynd 2
Vífilsstaðavegur - Bæjarbraut, deiliskipualgs skýringarmynd 3