29. jan. 2016

Auglýsing um aðal- og deiliskipulagsbreytingar í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu í samræmi við 31.grein skipulagslaga nr.123/2010.

 

1. Aðalskipulag Garðabæjar 2004-2016. Tillaga að breytingu. Kauptún. 

Tillagan nær til landnotkunarreitsins í Kauptúni sem er skilgreindur sem miðbæjarsvæði/verslunarkjarni.  Tillagan gerir ráð fyrir því að heildar byggingarmagn svæðisins verði aukið úr 61.200 m2 í 80.000 m2 og að kröfur um bílastæði verði felldar út og þær ákvarðaðar í deiliskipulagi.

Tillagan er sett fram í greinargerð og á breytingaruppdrætti.

Kauptún - aðalskipulagsbreyting, greinargerð

Kauptún - aðalskipulagsbreyting, uppdráttur

Kauptún - aðalskipulagsbreyting, mat á áhrifum aukins byggingarmagns í kauptúni á umferð

Kauptún - aðalskipulagsbreyting, umferðargreining vegna bensínstöðvar í kauptúni

 

 

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 1. Kauptún. Tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns, verslunar og þjónustusvæðis í Urriðaholti í Garðabæ. 

Tillagan að breytingu deilskipulags nær til allra lóða í Kauptúni og gerir ráð fyrir breytingum á heildarbyggingarmagni hverfisins og  ákvæðum um fjölda bílastæða á byggða fermetra. Gert er ráð fyrir breytingum á  byggingareitum lóðanna nr. 1, 2 og 3 og heildarbyggingarmagni, stærð og hámarkshæð lóðar nr. 1.   Notkun, byggingarmagn og stærð lóðar nr. 2 breytist úr lóð fyrir veitingastað í lóð fyrir fjölorkustöð/bensínstöð.  Gert verður ráð fyrir nýrri lóð fyrir dælustöð OR við aðkomu í hverfið.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð. Henni fylgir áhættumat vegna bensínstöðvar á lóð nr. 2.

Kauptún - deiliskipulagsbreyting, greinagerð

Kauptún - deiliskipulagsbreyting, uppdráttur

Fylgigögn

Kauptún - deiliskipulagsbreyting, uppdráttur eftir breytingu

Kauptún - deiliskipulagsbreyting, greinagerð fyrir breytingu

Kauptún - deiliskipulagsbreyting, greinagerð eftir breytingu

Kauptún - deiliskipulagsbreyting, áhættumat vegna bensínsstöðvar Costco Kauptúni

Kauptún - deiliskipulagsbreyting, umferðargreining vegna bensínstöðvar í Kauptúni

 2. Suðurhraun 6 og 10. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Molduhrauns. 

Tillagan gerir ráð fyrir því því að lóðin Suðurhraun nr.10 stækki en lóðin Suðurhraun 6 minnki. Byggingarreitur lóðar nr. 10 stækkar verulega.

Suðurhraun 6, dsk breyting

 3. Brekkugata/Mosagata. Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu  Urriðaholt-Norðurhluti- 2. áfangi. 

Tillagan gerir ráð fyrir því gatnamót færist til vesturs og að ein einbýlishúsalóð, Brekkugata nr. 8 fellur burt.

Brekkugata/Mosagata, dsk breyting

 4. Mosagata 1-7. Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Urriðaholt-vesturhluti.

Tillagan gerir ráð fyrir því að viðmiðunarbyggingarmagn eykst um 293m2, hæðir hliðrast lítillega, opin bílskýli eru felld út, hæð er bætt ofan á austustu álmu um leið og niðurgrafin hæð er felld út.

Mosagata 1-7, dsk breyting

 5. Urriðaholtsstræti 6-8 og 10-12. Tillaga að breytingu á deiliskipulaginu Urriðaholt- viðskiptastræti.

Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðin nr.6-8 stækkar til austurs um 691 m2 og lóðin nr.10-12 minnkar sem því nemur. Byggingarreitur lóðar nr.10-12 skerðist. Á þeim hluta lóðar sem bætist við lóð nr.6-8 verða 10 bílastæði.

Urriðaholtsstræti 6-12, fyrir deiliskipulagsbreytingu

Urriðaholtsstræti 6-12, eftir deiliskipulagsbreytingu

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá  1. febrúar 2016 til og með 14. mars 2016.  Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.  Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 14. mars 2016.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.

  

Arinbjörn Vilhjálmsson

skipulagsstjóri Garðabæjar