11. des. 2015

KAUPTÚN

Tillaga að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016. Tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns, (Verslunar-og þjónustusvæðis)

Tillaga að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016

Tillaga að breytingu deiliskipulags Kauptúns, (verslunar-og þjónustusvæðis)

 

FORKYNNING

Í samræmi við 2. mgr. 30. gr.  og 3. mgr. 40. greinar  skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 og á tillögu að breytingu deiliskipulags Kauptúns, verslunar-og þjónustusvæðis í Urriðaholti, Garðabæ. Einnig eru kynnt umhverfisskýrsla í samræmi við 6. gr. laga um umhverfismat áætlana og tilkynning um mat á umhverfisáhrifum í samræmi við 2 mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum.

Tillaga að breytingu aðalskipulags nær til landnotkunarreitsins í Kauptúni sem er skilgreindur sem miðbæjarsvæði/verslunarkjarni.  Tillagan gerir ráð fyrir því að heildar byggingarmagn svæðisins verði aukið úr 61.200 m2 í 73.000 m2 og að kröfur um bílastæði verði felldar út og þær ákvarðaðar í deiliskipulagi.

Aðalskipulagsbreytingin er sett fram í greinargerð og á breytingaruppdrætti (sjá hér að neðan).

Tillagan að breytingu deilskipulags nær til allra lóða í Kauptúni og gerir ráð fyrir breytingum á heildarbyggingarmagni hverfisins og  ákvæðum um fjölda bílastæða á byggða fermetra. Gert er ráð fyrir breytingum á  byggingareitum lóðanna nr. 1, 2 og 3 og heildarbyggingarmagni, stærð og hámarkshæð lóðar nr. 1.   Notkun, byggingarmagn og stærð lóðar nr. 2 breytist úr lóð fyrir veitingastað í lóð fyrir fjölorkustöð/bensínstöð.  Gert verður ráð fyrir nýrri lóð fyrir dælustöð OR við aðkomu í hverfið.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð. Henni fylgir áhættumat vegna bensínstöðvar á lóð nr. 2.

Forkynning stendur yfir til 6. janúar 2016.

Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulagsstjóra sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar.  Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir.  Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar.  Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögurnar verður það, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar, gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillögurnar innan athugasemdafrests. 

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is  og í þjónustuveri Garðabæjar til 6. janúar 2016. 

Arinbjörn Vilhjálmsson

skipulagsstjóri Garðabæjar

DSK breyting Kauptún forkynning 2015

ASK breyting Kauptún forkynning 2015

Uppdráttur dsk breyting Kauptún forkynning 2015

Skýringaruppdráttur dsk breyting Kauptún forkynning 2015