11. des. 2015

Húsaleigubætur 2016

Endurnýja þarf umsóknir um húsaleigubætur árlega í upphafi árs, í síðasta lagi 16. janúar
Athygli er vakin á að samkvæmt lögum um húsaleigubætur nr. 138/1997 skal endurnýja umsóknir um húsaleigubætur (almennar og sérstakar) árlega í upphafi árs og gildir umsóknin til ársloka. Umsóknir fyrir árið 2016 ásamt fylgigögnum, skulu berast Garðabæ í síðasta lagi 16. janúar nk.

Umsókn um húsaleigubætur skal hafa borist eigi síðar en 16. dag fyrsta greiðslumánaðar. Ef umsókn berst seinna verða húsaleigubætur ekki greiddar vegna þess mánaðar.