Framúrskarandi árangur og landsliðsþátttaka 2015
ÍTG (íþrótta- og tómstundaráð Garðabæjar) leitar til íþróttafélaga/sambanda til að fá sem gleggstar upplýsingar um árangur íþróttafólks í félögum í Garðabæ eða sem eru búsett í Garðabæ en keppa í íþróttum sem ekki eru stundaðar innan Garðabæjar, á árinu 2015.
1. Óskað er eftir upplýsingum um hvaða Garðbæingar hafa verið í landsliðum á árinu.
2. Hverjir hafa unnið til verðlauna á erlendum vettvangi s.s. EM, NM eða sambærilegum mótum hvort heldur er sem einstaklingar, par eða í liðakeppni.
3. Flokkar eða einstaklingar sem unnið hafa til Íslands-, bikar- eða deildarmeistaratitla, eða ígildi þeirra (sé þess kostur að finna slíkar upplýsingar).
4. Íslands, norðurlanda, Evrópu- eða heimsmet sett á árinu sé um það að ræða.
Ábendingar þurfa að hafa borist til Kára Jónssonar íþróttafulltrúa Garðabæjar með tölvupósti karijo@gardabaer.is í síðasta lagi 10. desember nk.
Vinsamlegast látið koma eftirfarandi upplýsingar koma fram:
Nafn, f.ár, íþróttagrein, flokkur, árangur (hvað, hvar, hvenær).
Boðun íþróttamanna til verðlaunahátíðarinnar
Send verða út boðsbréf frá bæjarskrifstofu Garðabæjar til allra þeirra sem hljóta viðurkenningar. Til að svo megi verða þurfa allar upplýsingar að berast tímanlega og vera réttar.