Auglýsing um breytingu deiliskipulags í Garðabæ, Lyngás 1
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á tillögu að breytingu deiliskipulagi Ása og Grunda sem nær til lóðarinnar Lyngás 1 í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Gert er ráð fyrir að hámarksfjöldi íbúða á lóðinni aukist úr 119 í 138 og að garður komi í stað bílastæða ofan á bílageymslu efst á lóðinni. Ekki er gert ráð fyrir að byggingarmagn aukist.
Markmið breytinganna er að auka framboð á minni íbúðum á lóðinni til að mæta eftirspurn íbúða sem henta yngri eigendum og fjölskyldufólki.
Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 9. desember 2015 til og með 20. janúar 2016. Tillagan er einnig hér að neðan.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 20. janúar 2016.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar