26. nóv. 2015

Tillaga að breytingu deiliskipulags Hliðs á Álftanesi

Kynning

Kynning

Í samræmi við 1. mgr. 41. greinar  og 1. mgr. 43.  greinar  skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með kynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hliðs á Álftanesi.  Svæðið sem skipulagið nær til er allt land jarðarinnar Hliðs sem er í eigu Garðabæjar. Svæðið afmarkast af strandlínu að sunnan, vestan og norðan en að austan af lóðarmörkum lóðarinnar við Búðarflöt 3.

Meginhluti jarðarinnar Hliðs er friðlýst sem fólkvangur samkvæmt náttúrverndarlögum sbr. auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda nr. 549/2002.

Breytingartillagan gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni á því svæði sem afmarkað er í aðalskipulagi fyrir þjónustu og íbúðir umhverfis bæjarstæðið. Þar er fyrirhugað að byggja upp frekari aðstöðu fyrir ferðamannagistingu.  Lóðin stækkar lítillega og gert verður ráð fyrir bifreiðarstæðum austan lóðar við Hliðsveg.

Fjórar íbúðarhúslóðir sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að rísi austast á svæðinu eru felldar út.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð. 

Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 27. nóvember 2015 til og með 8.janúar 2016.  Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.  Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 8. janúar 2016.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. 

Arinbjörn Vilhjálmsson

skipulagsstjóri Garðabæjar.

Hlið dsk breytingar uppdráttur - kynning

Hlið dsk skilmálar eftir breytingu - kynning

Hlið dsk uppdráttur eftir breytingu - kynning

Hlið dsk breyting skissa - kynning

Hlið dsk fyrir breytingu skilmálar - kynning

Hlið dsk uppdráttur fyrir breytingu - kynning

Hlið friðlýsing texti - kynning

Hlið friðlýsing uppdráttur - kynning