Heiðmörk í Garðabæ, Sandahlíð
TILLAGA AÐ BREYTINGU AÐALSKIPULAGS GARÐARBÆJAR 2004-2016
TILLAGA AÐ DEILISKIPULAGI
FORKYNNING
Í samræmi við 2. mgr. 30. gr. og 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að breytingu aðalskipulags Garðabæjar 2004-2016 og á tillögu að deiliskipulagi Heiðmerkur í Garðabæ og Sandahlíð.
Tillaga að breytingu aðalskipulags gerir ráð fyrir því að land sem tilheyrir Heiðmörk innan Garðabæjar og svæði Skóræktarfélags Garðabæjar í Sandahlíð verði skilgreint sem opið svæði til sérstakra nota. Gert er ráð fyrir breytingum á legu útivistarstíga og reiðstíga til samræmis við tillögu að deiliskipulagi. Breytinginartillagan er sett fram á uppdrætti.
Markmiðið með deiliskipulaginu er að fá heildstæðara og markvissara skipulag fyrir svæðið sem verndar- ræktunar- og útivistarsvæði. Gildi svæðisins sem slíks verður styrkt með því að skilgreina skógræktarsvæði fyrir útivistarskóg, afmarka útivistarsvæði m.a. fyrir skátana þar sem lítil útilífsmiðstöð verður staðsett, afmarka áningarstaði m.a. með nestis- og grillaðstöðu, sýna lagfæringu á Heiðmerkurvegi og á línuveginum og skilgreina bílastæði. Skilgreina göngu-, hjóla- og reiðstíga, sem tengja saman mismunandi svæði til að bæta aðgengi almennings og styrkja gildi svæðisins til fjölbreyttrar útivistar. Einnig á deiliskipulagið að taka tillit til þeirrar verndunar sem í gildi er á skipulagssvæðinu og tryggja verndun náttúru- og menningarminja.
Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð.
Forkynning stendur yfir til 15. janúar 2016.
Kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla, þriðjudaginn 1. desember 2015
klukkan 17:00
Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.
Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulagsstjóra sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests.
Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar til 15. janúar 2016.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar.
Aðalskipulag breyting heiðmörk forkynnt
Heiðmörk Sandahlíð - Forkynning - DSK greinagerð
Heiðmörk Sandahlíð - Forkynning - DSK skýringaruppdráttur