Fræðsluskilti um Búrfellsgjá afhjúpað
Fræðslu- og söguskilti um Búrfellsgjá verður afhjúpað laugardaginn 21. nóvember kl.13:00
Fræðslu- og söguskilti um Búrfellsgjá verður afhjúpað laugardaginn 21. nóvember kl.13:00. Skiltið er staðsett á efri brún Hjallamisgengis, þar sem farið er niður timburtröppur á gönguleið í Búrfellsgjá og á Búrfell.
Eldstöðin Búrfell, Búrfellsgjá og eystri hluti Selgjár voru friðlýst sem náttúruvætti 30. apríl 2014. Þarna er jarðsagan einstök, en ekki síst menningarminjar í Búrfellsgjá þar er Gjáarétt, Vatnsgjá og Réttargerðið. Réttin var friðlýst sem fornleifar árið 1964.
Skiltið er gert af Ragnheiði Traustadóttur fornleifafræðingi og Árna Tryggvasyni hönnuði.
Eftir afhjúpun fræðsluskiltisins verða minjar í Búrfellsgjá skoðaðar.
Leiðsögumaður verður Erla Bil Bjarnardóttir, umhverfisstjóri Garðabæjar.
Aðkoma er eftir Heiðmerkurvegi, gengið frá austurenda Vífilsstaðahlíðar.
Umhverfisnefnd Garðabæjar
Viðburðurinn á facebook