10. nóv. 2015

Lýsing á gerð deiliskipulagsins Urriðaholt/Háholt - Urriðaholtsstræti

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 samþykkt lýsingu á gerð deiliskipulagsins Urriðaholt/Háholt-Urriðaholtsstræti.

Bæjarstjórn Garðabæjar hefur í samræmi við 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr.123/2010 samþykkt lýsingu á gerð deiliskipulagsins Urriðaholt/Háholt-Urriðaholtsstræti. Breytingin nær til efri hluta Urriðaholtsstrætis og háholts Urriðaholts.

 

Lýsingin er nú aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar og í þjónustuveri.

 

Skila má ábendingum vegna lýsingarinnar til skipulagsstjóra Garðabæjar fyrir 27. nóvember næstkomandi.

 

 

Arinbjörn Vilhjálmsson

skipulagstjóri

 

 

Lýsinguna má sjá hér að neðan og verður hún aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar og í þjónustuveri á meðan að skipulagsferlið fer fram.

 

Háholt og Urriðaholtsstræti, lýsing