13. ágú. 2015

Tillaga að breytingu deiliskipulags Hliðs á Álftanesi

Forkynning

Í samræmi við 4. mgr. 40. greinar  skipulagslaga nr. 123 2010 auglýsir Garðabær hér með forkynningu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Hliðs á Álftanesi.  Svæðið sem skipulagið nær til er allt land jarðarinnar Hliðs sem er í eigu Garðabæjar. Svæðið afmarkast af strandlínu að sunnan, vestan og norðan en að austan af lóðarmörkum lóðarinnar við Búðarflöt 3.

Meginhluti jarðarinnar Hliðs er friðlýst sem fólkvangur samkvæmt náttúrverndarlögum sbr. auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda nr. 549/2002.

Breytingin gerir ráð fyrir auknu byggingarmagni á því svæði sem afmarkað er í aðalskipulagi fyrir þjónustu og íbúðir umhverfis bæjarstæðið. Þar er fyrirhugað að byggja upp frekari aðstöðu fyrir ferðamannagistingu.  Lóðin stækkar lítillega og gert verður ráð fyrir bifreiðarstæðum austan lóðar við Hliðsveg.

Fjórar íbúðarhúslóðir sem gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir að rísi austast á svæðinu eru felldar út.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð (sjá neðst í auglýsingu). 

 

Forkynning stendur yfir til 10. september 2015.

Kynningarfundur verður haldinn í Álftanesskóla, fimmtudaginn 27. ágúst 2015, klukkan 17.15.

Þar verður tillagan kynnt og fyrirspurnum svarað.

 

Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulagsstjóra sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar.  Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir.  Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar.  Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests. 

Tillagan er aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is  og í þjónustuveri Garðabæjar til 10. september 2015. 

Arinbjörn Vilhjálmsson

skipulagsstjóri Garðabæjar

Hlið dsk breytingaruppdráttur

Hlið dsk skilmálar eftir breytingu

Hlið dsk uppdráttur eftir breytingu

Hlið dsk br skissa

Hlið dsk fyrir breytingu greinargerð

Hlið dsk uppdráttur fyrir breytingu

Hlið, friðlýsing texti

Hlið, friðlýsing uppdráttur

Skyggnusýning á kynningarfundi