Umferð hleypt aftur á Álftanesveg í dag kl. 14:00
Í dag, miðvikudag 22. júlí kl. 14:00 verður umferð hleypt á nýja tengingu núverandi Álftanesvegar við nýjan veg við Garðaholt
Í dag, miðvikudag 22. júlí kl. 14:00 verður umferð hleypt á nýja tengingu núverandi Álftanesvegar við nýjan veg við Garðaholt. Jafnframt fellur þá úr gildi sú hjáleið sem verið hefur í notkun síðustu viku.
Vegagerðin þakkar vegfarendum fyrir þolinmæðina og þeir eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum sem uppi eru hverju sinni vegna þessarar nýju tengingar.