Auglýsing um deiliskipulag í Garðabæ
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1. Garðatorg 6, breyting á deiliskipulagi efra svæðis Miðbæjar.
Tillagan gerir ráð fyrir því að á efri hæðum hússins sem er 3 hæðir með kjallara verði einnig leyfilegt að hafa íbúðir ásamt skrifstofurýmum.
Garðatorg 6, kynnt tillaga.pdf
2. Strikið 1-3, breyting á deiliskipulagi Sjálands.
Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarreitur fjölbýlishúss og aðkoma og fyrirkomulag bílastæðakjallara breytist. Byggingarmagn er óbreytt. Tillagan er nú auglýst að nýju með ítarlegri fylgigögnum.
Mat á vindáhrifum kringum byggingar.pdf
3. Unnargrund, breyting á deiliskipulagi Ása og Grunda.
Tillagan gerir ráð fyrir því að byggingarmagn 7 raðhúsa aukist úr 130 m2 í 150 m2 til jafns við önnur raðhús.
Grundir - Ásar, kynnt tillaga.pdf
4. Holtsvegur 51, breyting á deiliskipulagi Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða hækki úr 16 í 17. Bílastæðum fjölgar á lóð og í bílageymslu.
Holtsvegur 51, kynnt tillaga.pdf
5. Hraungata 13, breyting á deiliskipulagi Vesturhluta Urriðaholts.
Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða hækki úr 6 í 8. Bílastæðum fjölgar á lóð og í bílageymslu.
Hraungata 13, kynnt tillaga.pdf
Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 17. júlí 2015 til og með 28. ágúst 2015. Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 28. ágúst 2015.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar