Útboð: Garðaflöt - götur og veitur - endurnýjun 2015
Útboð
Garðabær, Orkuveita Reykjavíkur-Veitur ohf. (ORV), Gagnaveita Reykjavíkur og Míla ehf, óska í sameiningu eftir tilboðum í verkið
Garðaflöt í Garðabæ. Götur og veitur - endurnýjun 2015.
Verkið felst í endurnýjun á yfirborðsefnum, utan akbrautar, og veitukerfum götunnar Garðaflatar og hluta Lindarflatar og Hagaflatar, auk endurnýjunar heimæða inni á lóðum.
Helstu magntölur verksins eru :
• Steyptur rennusteinn 1000 m
• Steyptar gangstéttar 1700 m²
• Malbikaðir fletir 1200 m²
• Þökulagðir fletir 1100 m²
• Hellulagnir 300 m²
• Jarðvinna vegna endurnýjunar vatnsveitu 950 m
• Hitaveitulagnir 950 m
• Strenglagnir - rafstrengir 4800 m
• Ídráttarrör 7700 m
Verkinu skal að fullu lokið þann 15. október 2015.
Útboðsgögn á rafrænu formi verður hægt að sækja án endurgjalds hér á vef Garðabæjar, frá og með þriðjudeginum 23. júní n.k.
Tilboðum skal skilað á Bæjarskrifstofur Garðabæjar, Garðatorgi 7 í Garðabæ, eigi síðar en föstudaginn 3. júlí 2015 kl. 11.00. Verða þau þá opnuð þar að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.
Bæjarverkfræðingurinn í Garðabæ