Útboð - Urriðaholt - yfirborðsfrágangur 2015
Útboð
Garðabær óskar eftir tilboðum í verkið:
Urriðaholt – Yfirborðsfrágangur 2015
Verkið felst í jarðvegsskiptum, landmótun, upphækkun brunna og niðurfalla, gerð kantsteina, malbikun gatna og stíga, hellulögn og almennum yfirborðsfrágangi í nýju íbúðahverfi í Urriðaholti.
Verkinu skal lokið fyrir 15. október 2015.
Helstu magntölur eru:
Heflun og þjöppun yfirborðs 2.300 m2
Jöfnunarlag/mulningur 445 m2
Gróðurmold 245 m3
Malbikun 5.450 m2
Hellulögn 2.185 m2
Forsteyptur kantsteinn 1.385 m
Sögun á hellum 800 m
Grasgrindur 155 m2
Upphækkun á brunnum 34 stk
Upphækkun á niðurföllum 22 stk
Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá Eflu verkfræðistofu, föstudaginn 19. júní 2015, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.
Tilboð verða opnuð hjá Eflu verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, föstudaginn 3. júlí 2015, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.
EFLA
Höfðabakka 9 - Sími 412-6000