Lokanir á Vífilsstaðavegi og víðar í Sjálandshverfi í dag og í Akrahverfi vegna viðgerða á malbiki
Vegagerðin mun malbika í dag, föstudaginn 12. júní á Vífilsstaðavegi og á fleiri götum í Sjálands- og Ásahverfi. Vegna þessa verða lokanir á nokkrum götum, þ.m.t. Vífilsstaðavegi við Olís og Lyngási við Hafnarfjarðarveg. Hjáleiðir eru sýndar í skjali sem hægt er að finna hér en vegfarendur þurfa að fara á Álftanesveg til að komast út úr hverfunum. Gert er ráð fyrir að framkvæmdinni ljúki kl. 15 í dag.
Beðist er velvirðingar á þeim röskunum sem þessu fylgja og vegfarendur beðnir um að sýna aðgát og að virða merkingar.
Einnig verður byrjað að malbika Miðakur og Akrabraut í dag, aðra akreinina í hvorri götu. Á morgun, laugardag verður hin akreinin í götunum kláruð.
Umferð verður leyfð á götunum á meðan á þessu stendur en aðeins á annarri akreininni. Því munu verða einhver óþægindi þessu fylgjandi fyrir íbúa og munu sumir hugsanlega þurfa að leggja fjær heimili sínu en þeir eru vanir.