Auglýsing um deiliskipulag í Garðabæ
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1. Kirkjubrú (Kirkjubrekka og Tjarnarbrekka) á Álftanesi, breyting á deiliskipulagi.
Tillagan gerir ráð fyrir því að gatnamót Brekkulands og Tjarnarbrekku breytast til aðlögunar að tillögu að deiliskipulagi Kirkjubrúar 1.
2. Brekka á Álftanesi, breyting á deiliskipulagi.
Tillgan gerir ráð fyrir breyttum gatnamótum Brekkulands og Tjarnarbrekku og að stærð og lögun lóðar nr. 15 við Tjarnarbrekku breytist. Breytingin er aðlögun að tillögu að deiliskipulagi Kirkjubrúar 1.
3. Sjálandsskóli, breyting á deiliskipulagi Ása og Grunda.
Tillagan gerir ráð fyrir því að skólalóð stækki sem nemur íbúðarhúslóðinni að Ránargrund 3. Við Löngulínu gerir tilllagan ráð fyrir breytingu á aðkomu bifreiða.
Sjálandsskóli dsk. br. uppdráttur
4. Ránargrund 2-4, veitingahúslóð, breyting á deiliskipulagi Ása og Grunda
Tillagan gerir ráð fyrir því að veitingahúslóðin stækki og að 48 bílastæði verði innan lóðar. Hámarksstærð veitingahússins verður 500 m2 í stað 300 m2 og hámarkshæð útveggja verður 5,5 m í stað 3,5 m. Ný aðkoma verður frá hringtorgi hjá Unnargrund/Sjávargrund.
Ránargrund dsk. br. uppdráttur
Ránargrund dsk. br. sneiðing og afstaða
5. Unnargrund 2, breyting á deiliskipulagi Ása og Grunda
Lóðirnar Unnargrund 2-10 verða sameinaðar í eina lóð Unnargrund 2 og lóðarmörk breytast þannig að bílastæði framan við húsin verða innan lóðar. Á lóðinni verði heimilt að byggja hús með 6-7 íbúðum í stað 5 ætluðum hreyfihömluðum ásamt aðstöðu fyrir starfsfólk.
Unnargrund dsk. br. uppdráttur
6. Breiðakur 2-16, breyting á deiliskipulagi Akra
Tillagan gerir ráð fyrir því að á lóðunum 2-16 komi 2 fjölbýlishús með 16 íbúðum í stað 8 raðhúsa í tveimur samstæðum. Byggingarmagn og hæð húsa breytist ekki.
Breiðakur 1-16 dsk. br. uppdráttur
7. Holtsvegur 27, breyting á deiliskipulagi Vesturhluta Urriðaholts
Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða hækki úr 9 í 10.
Holtsvegur 27 dsk. br. uppdráttur
8. Holtsvegur 41-43, breyting á deiliskipulagi Vesturhluta Urriðaholts
Tillagan gerir ráð fyrir því að hámarksfjöldi íbúða á hvorri lóð hækki úr 9 í 10.
Holtsvegur 41-43 dsk. br. uppdráttur
Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 15. maí 2015 til og með 26. júní 2015. Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 26. júní 2015.
Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar