1. apr. 2015

Auglýsing um deiliskipulag í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum í samræmi við 1. mgr. 41. gr.  skipulagslaga nr. 123/2010.

1. Holtsbúð Ásbúð

Svæðið sem skipulagið nær til eru göturnar Ásbúð og Holtsbúð.  Við gerð tillögunnar hefur verið leitast við að viðhalda þeim ákvæðum sem voru hluti af upphaflegu skipulagi Ásbúðar og Holtsbúðar  en auk þess eru nú sett ákvæði um nýtingarhlutfall íbúðarhúsa og breytta aðkomu og landnotkun á lóðinni Holtsbúð 87 (fyrrum hjúkrunarheimili).

Þar sem að skipulag svæðisins var samþykkt áður en að aðalskipulag Garðabæjar var staðfest telst það ekki vera í gildi og því er deiliskipulagið því auglýst að nýju.

Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð. 

Ásbúð og Holtsbúð deiliskipulagsuppdráttur

Ásbúð og Holtsbúð greinargerð         

 

2. Kirkjubrú 1, Álftanesi

Tillagan gerir ráð fyrir því að heimilt verði að reisa 14 einbýlishús og 6 parhús, alls 26 íbúðareiningar á  svæðinu. Allar byggingar verði einnar hæðar. Aðkoma verður frá Tjarnarbrekku og mögulegt verður í framtíðinni að tengja svæðið til austurs að fyrirhuguðu miðbæjarsvæði.

Kirkjubrú 1, kynning greinargerð

Kirkjubrú 1, kynning skissa

Kirkjubrú 1, kynning uppdráttur

 

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlun í samræmi við 1. mgr. 43. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

 

3. Gilsbúð 9, breyting á deiliskipulagi Bæjargils.

Tillagan gerir ráð fyrir stækkun lóðar til norðurs og að bifreiðastæði utan lóðar fyrir stórar bifreiðar falli brott. Byggingarreitur lengist um 10 m til norðurs. 

Gilsbúð 9, breyting á deiliskipulagi Bæjargils, uppdráttur


Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 7. apríl  2015 til og með 19. maí 2015.   Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.  Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 19 .maí 2015.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.

  

Arinbjörn Vilhjálmsson

skipulagsstjóri Garðabæjar