18. mar. 2015

Útboð - Urriðaholt - Norðurhluti 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir

Garðabær, HS Veitur hf., Orkuveita Reykjavíkur – Veitur ohf. (OR Veitur), Gagnaveita Reykjavíkur ehf. (GR) og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið: Urriðaholt – Norðurhluti 2. áfangi. Gatnagerð og lagnir

Útboð

Garðabær, HS Veitur hf., Orkuveita Reykjavíkur – Veitur ohf. (OR Veitur), Gagnaveita Reykjavíkur ehf. (GR) og Míla ehf. óska eftir tilboðum í verkið:

Urriðaholt – Norðurhluti 2. áfangi.   Gatnagerð og lagnir

Verkið felst í nýbyggingu gatna, bílastæða, gangstétta og stíga. Verktaki skal einnig annast alla vinnu við lagnir veitufyrirtækja á svæðinu.

Verkinu skal lokið fyrir 15. nóvember 2015.

Helstu magntölur eru:
Gröftur  13.100 m3
Klapparskering 10.700 m3
Fylling og burðarlög  16.300 m3
Holræsalagnir 5.050 m
Hitaveitulagnir 1.450 m
Vatnslagnir 1.700 m
Strenglagnir – rafstrengir 6.600 m
Ljósastólpar 50 stk.
Ídráttarrör 2.200 m
Fjölpípur 4.000 m

Útboðsgögn er hægt að nálgast hjá Eflu verkfræðistofu, fimmtudaginn 19. mars 2015, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík.

Tilboð verða opnuð hjá Eflu verkfræðistofu, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, föstudaginn 10. apríl 2015, kl. 14.00 að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska.

EFLA
Höfðabakka 9  -  Sími 412-6000