Húsnæði og þjónusta fyrir fatlað fólk í Garðabæ - forval
HÚSNÆÐI OG ÞJÓNUSTA FYRIR FATLAÐ FÓLK Í GARÐABÆ
FORVAL
Garðabær auglýsir hér með eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í forvali vegna hönnunar, smíði, reksturs og fjármögnunar á 5 – 6 íbúðum
fyrir fatlað fólk auk nauðsynlegrar starfsmannaaðstöðu við Unnargrund í Garðabæ.
Innifalin í verkinu er einnig nauðsynleg þjónusta við íbúa íbúðanna. Áætlað er að væntanlegir íbúar flytji inn í íbúðirnar haustið 2016 og þá hefjist
þjónusta við þá.
Hægt er að nálgast forvalsgögn hér frá og með mánudeginum 16. mars 2015. Umsóknum ásamt umbeðnum upplýsingum skal skilað til Þjónustuvers Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ, eigi síðar en kl. 14:00 miðvikudaginn 1. apríl 2015. Þar verða þær opnaðar að viðstöddum þeim umsækjendum sem þess óska. Að forvali loknu verður allt að 5 hæfum þátttakendum gefinn kostur á að taka þátt í lokuðu útboði um verkið.
Auglýsing (pdf-skjal)