Auglýst eftir umsóknum í þróunarsjóð leikskóla
Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum í þróunarsjóð leikskóla. Þróunarsjóðunum er ætlað að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi leikskóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við leikskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu og menningarsvið í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í Þróunarsjóð leikskóla
Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar auglýsir eftir umsóknum í þróunarsjóð leikskóla. Þróunarsjóðunum er ætlað að stuðla að framþróun og öflugu innra starfi leikskóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við leikskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu og menningarsvið í samstarfi við skóla geta sótt um styrk í þróunarsjóð leikskóla (sjá reglur þróunarsjóðsinssjá reglur þróunarsjóðsins)Áhersluþættir þróunarsjóðs leikskóla veturinn 2015 – 2016 verða:
• Hreyfing og velferð
• Lýðræði og mannréttindi
• Samskipta- og félagsfærni
• Sjálfbærni
• Málörvun og læsi
• Samvinna innan og á milli skóla og skólastiga
Auk ofangreindra þátta er leikskólum í Garðabæ frjálst að sækja um önnur verkefni sem stuðla að sérstöðu og sjálfstæði leikskóla í Garðabæ.
Umsóknareyðublað fyrir þróunarsjóð leikskóla (word-skjal til útfyllingar)
Umsóknir skal senda til fræðslu- og menningarsviðs merktar þróunarsjóði leikskóla í Garðabæ eða á netfangið: leikskolanefnd@gardabaer.is
Skulu þær hafa borist fyrir 1. apríl og verður þeim svarað fyrir 30. apríl.
Frekari upplýsingar veitir Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs í síma 525 8500.