5. feb. 2015

Auglýst er eftir umsóknum í Þróunarsjóð grunnskóla

Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar auglýsir í fyrsta sinn eftir umsóknum í Þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við grunnskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu- og menningarsvið í samstarfi við skóla, geta sótt um styrk í Þróunarsjóðinn.

Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar auglýsir í fyrsta sinn eftir umsóknum í Þróunarsjóð grunnskóla í Garðabæ. Þróunarsjóðnum er ætlað að stuðla að framþróun og öflugra innra starfi skóla í Garðabæ. Einstaka kennarar, kennarahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við grunnskóla í Garðabæ, einn skóli eða fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu, fræðslu- og menningarsvið í samstarfi við skóla, geta sótt um styrk í Þróunarsjóðinn.

Sjá reglur sjóðsins

Áhersluþættir Þróunarsjóðs grunnskóla

Við úthlutun úr  Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ árið 2015 er gert ráð fyrir að úthluta allt að 25 milljónum, áhersla skólanefndar er á eftirfarandi fimm megin þætti:
1. Efla læsi og lesskilning.
2. Fjölbreytta og einstaklingsmiðaða kennsluhætti sem mæta ólíkum námsþörfum nemenda og efla virkni þeirra í náminu.
3. Samvinnu innan og á milli skóla og skólastiga sem eykur samfellu í námi, eflir námsframboð og samvinnu fagaðila í þróunarstarfi.
4. Félagsfærni og samskiptahæfni, vellíðan stúlkna og drengja í skóla, vinna gegn einelti.
5. Innra mat skóla.

Sérstaða og sjálfstæði skóla. Auk ofangreindra þátta er grunnskólum í Garðabæ frjálst að sækja um önnur verkefni sem stuðla að sérstöðu og sjálfstæði grunnskóla í Garðabæ, framþróun og öflugu innra starfi sbr. 1. gr. í reglum um úthlutun úr Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ. Stuðla skal að því að nemendur og foreldrar hafi val um fjölbreytta grunnskóla með mismunandi áherslur í hugmyndafræði og skólastarfi.

Umsóknir skal senda til fræðslu- og menningarsviðs merktar Þróunarsjóði grunnskóla í Garðabæ eða á netfangið: skolanefnd@gardabaer.is
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. mars og verður þeim svarað fyrir 31. mars.
Frekari upplýsingar veitir Margrét Björk Svavarsdóttir forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs í sími 525 8500.