27. jan. 2015

Polla- og pæjukórinn tekur til starfa í Vídalínskirkju

Polla- og pæjukórinn hefur verið stofnaður í Vídalínskirkju fyrir 6-9 ára börn. Æfingar verða í safnaðarheimilinu alla þriðjudaga frá kl 16-17 og stjórnandi kórsins er Heiðar Örn Kristjánsson.
Stofnaður hefur verið “Polla- og Pæjukórinn” í Vídalínskirkju. Kórinn er fyrir 6 – 9 ára börn og verða æfingar alla þriðjudaga milli 16:00 og 17:00 í safnaðarheimilinu og kostar ekkert að vera með. Stjórnandi kórsins er enginn annar en æskulýðsfulltrúinn og pollapönkarinn sjálfur Heiðar Örn Kristjánsson. Kóræfingin tekur um klukkustund og er boðið upp á hressingu fyrir börnin á meðan æfingu stendur.

Vinsamlegast skráið börnin með því að senda tölvupóst á heidar@gardasokn.is