Kynningar á tillögu að nýju svæðisskipulagi - Höfuðborgarsvæðið 2040
Kynningar á tillögu að nýju svæðisskipulagi - Höfuðborgarsvæðið 2040
Tillaga að nýju svæðisskipulagi á höfuðborgarsvæðinu hefur verið auglýst til umsagna, frestur til að skila inn athugasemdum er til 2. febrúar. Þeir sem vilja kynna sér tillöguna er boðið á opið hús á skrifstofu SSH, Hamraborg 9, Kópavogi á eftirtöldum dögum:
Þriðjudaginn 20. janúar kl. 16-18
Miðvikudaginn 21. janúar kl. 11:30 – 13:30
Fimmtudaginn 22. janúar kl. 16 - 18
Mánudaginn 19. janúar verður haldinn kynningarfundur um svæðisskipulagið sérstaklega ætlaður Garðbæingum. Fundurinn hefst kl. 17:30 í Flataskóla.
Svæðisskipulagstillagan ásamt fylgigögnum er aðgengileg á heimasíðu SSH, www.ssh.is/2040. Þar er einnig að finna myndbandskynningu. Á opnum húsum gefst fólki færi á að kalla eftir frekari skýringum.