5. jan. 2015

Aðstaða fyrir sjúkraþjálfara - húsnæði til sýnis

Garðabær auglýsir hér með eftir umsóknum frá áhugasömum aðilum til að koma að nýtingu á nýrri aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun á Ísafold, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð í Garðabæ. Sjúkraþjálfari hjúkrunarheimilisins nýtir aðstöðuna að hluta. Húsnæðið verður til sýnis þriðjudaginn 6. janúar milli kl. 13:00 – 15:00.

Garðabær auglýsir hér með eftir umsóknum frá áhugasömum aðilum til að koma að nýtingu á nýrri aðstöðu fyrir sjúkraþjálfun á Ísafold, hjúkrunarheimili og þjónustumiðstöð í Garðabæ. Sjúkraþjálfari hjúkrunarheimilisins nýtir aðstöðuna að hluta.

Aðstaðan er 215m² að stærð og skiptist í vel búinn tækjasal, hreyfisal, tvö meðferðarherbergi og búningsklefa.

Húsnæðið verður til sýnis þriðjudaginn 6. janúar milli kl. 13:00 – 15:00.

Áhugasamir geta sótt sér kynningargögn hér á vef Garðabæjar.
Skila skal umsóknum til Þjónustuvers Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ eigi síðar en 9. janúar 2015 kl. 12:00.