30. des. 2014

Auglýsing um lýsingu aðalskipulagsgerðar

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum þann 4. desember 2014 tillögu að lýsingu gerðar Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 í samræmi við 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr 123/2010.

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti á fundi sínum þann 4.desember 2014 tillögu að lýsingu gerðar Aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030 í samræmi við 1.mgr. 30.gr. Skipulagslaga nr 123/2010.

Í samræmi við 1.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr 123/2010 og gr. 4.2.4. í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 er lýsingin nú kynnt almenningi. Frestur til að skila inn ábendingum vegna lýsingarinnar er til 17. febrúar 2015. Senda skal ábendingar til skipulagsstjóra Garðabæjar, Garðatorgi 7, 210 Garðabæ.

Lýsingin er aðgengileg hér að neðan og í þjónustuveri Garðabæjar að Garðatorgi 7.

Almennur kynningarfundur verður haldinn í Flataskóla miðvikudaginn 14. janúar 2015 og hefst hann klukkan 17:30.  Þar verður lýsingin og innihald hennar kynnt almenningi.

Arinbjörn Vilhjálmsson

Skipulagsstjóri Garðabæjar

Lýsing gerðar aðalskipulags Garðabæjar 2016-2030

Kynning frá fundinum 14. janúar 2015