Jólatré hirt
Hjálparsveit Skáta í Garðabæ sér um að hirða jólatré í öllum hverfum Garðabæjar miðvikudaginn 7. janúar og fimmtudaginn 8. janúar 2015.
Hjálparsveit Skáta í Garðabæ sér um að hirða jólatré í öllum hverfum Garðabæjar miðvikudaginn 7. janúar og fimmtudaginn 8. janúar 2015.Þeir bæjarbúar sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru vinsamlegast beðnir um að setja jólatrén út fyrir lóðamörk og ganga þannig frá þeim að þau geti ekki fokið.
Einnig geta íbúar losað sig við jólatré á endurvinnslustöðvum Sorpu bs.