2. des. 2014

Auglýsing um deiliskipulag í Garðabæ

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlunum

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á eftirfarandi deiliskipulagsáætlun í samræmi við 1.mgr. 41. gr.  Skipulagslaga nr. 123/2010.

                   1.  Urriðaholt-Norðurhluti 2.áfangi, tillaga að deiliskipulagi.

Tillagan gerir ráð fyrir 179-198 íbúðareiningum í blandaðri byggð. Þar af verða um 139-158 íbúðir í fjölbýli, 24 í raðhúsum, 12 í parhúsum og 4 í einbýlishúsum. Leitast er við að skapa fjölbreytni í húsagerðum og lifandi tengsl bygginga og göturýma.

Urriðaholt Norðurhluti 2.áfangi dsk uppdráttur, kynnt tillaga

Urriðaholt Norðurhluti 2.áfangi skýruppdráttur, kynnt tillaga

Urriðaholt Norðurhluti 2.áfangi yfirlitsuppdráttur, kynnt tillaga

Urriðaholt Norðurhluti 2.áfangi jarðsprungur, kynnt tillaga

Urriðaholt Norðurhluti 2.áfangi  greinargerð, kynnt tillaga

 

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með kynningu á breytingum eftirfarandi deiliskipulagsáætlana í samræmi við 1.mgr. 43.gr. Skipulagslaga nr. 123/2010.

                   2. Mosagata, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðaholts.

Svæðið sem breytingin nær til er 1426 m2. Við breytinguna fjölgar íbúðum um 22 úr 79 í 101. Þar af fjölgar fjölbýlisíbúðum úr 72 í 89 en sérbýlisíbúðum fjölgar úr 7 í 12. Sérbýlisíbúðir voru raðhús en verða parhús, þar af verða 8 neðan götu en 4 ofan götu. Bílastæðum fjölgar úr 170 í 233. Lóðamörk ofan fjölbýlishúsa breytast lítillega og svæðið sem skipulagið nær til stækkar lítillega til norðurs og austurs.

Urriðaholt vestur dsk br Mosagata uppdráttur, kynnt tillaga 

Urriðaholt vestur dsk br Mosagata skýringaruppdráttur, kynnt tillaga

Urriðaholt vestur dsk br Mosagata skipulagssvæði, kynnt tillaga

Urriðaholt vestur dsk br Mosagata greinargerð, kynnt tillaga

                   3.  Bæjargata 11-19, tillaga að breytingu deiliskipulags Vesturhluta Urriðholts.

Tillagan gerir ráð fyrir því að ákvæði um hæð raðhúsagerðar R3 á lóðinni breytist úr 3 hæðum í 2-3 hæðir.

Bæjargata 11-19, dsk br, kynnt tillaga

                   4.  Urriðaholtsstræti 6-8, tillaga að breytingu deiliskipulags Urriðaholts viðskiptastrætis.

Tillagan gerir ráð fyrir því að lóðin minnki úr 5.261 m2 í 3.899 m2 eða um 1362 m2. Mörk deiliskipulagsins breytast. Bílastæðum á lóðinni fækkar um 12.

Urriðaholtsstræti 6-8, dsk br, kynnt tillaga

 

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 3.desember  2014 til og með 14.janúar 2015.   Þær eru einnig aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar.  Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 14.janúar 2015.

Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.  Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni.