20. nóv. 2014

Bjarnastaðir - aðstaða fyrir félög/félagasamtök

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir hér með eftir umsóknum félaga/félagasamtaka í Garðabæ um afnot af húsnæði á Bjarnastöðum, Álftanesi fyrir skrifstofur, varðveislu skjala, fundarhöld, viðburði og alls kyns menningar- og náttúrufræðastarf sem húsnæðinu hæfir.

Bjarnastaðir, Álftanesi – Menningar- og náttúrufræðahús
Aðstaða fyrir félög/félagasamtök

Menningar- og safnanefnd Garðabæjar auglýsir hér með eftir umsóknum félaga/félagasamtaka í Garðabæ um afnot af húsnæði á Bjarnastöðum, Álftanesi fyrir skrifstofur, varðveislu skjala, fundarhöld, viðburði og alls kyns menningar- og náttúrufræðastarf sem húsnæðinu hæfir. 

Í umsókn skal tilgreina óskir um umfang afnota og tímalengd. Umsókn skal fylgja lýsing á afnotum og þörf á búnaði, s.s. húsgögnum, læstum skápum, netaðgengi o.fl.
Til greina kemur að semja við félög/félagassamtök í bænum um afnot af húsnæðinu til lengri og/eða skemmri tíma, allt eftir þörfum hvers og eins félags.

Umsóknarfrestur hefur verið framlengdur til og með 12. janúar 2015. Umsóknir skal senda á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is.

Húsnæðið var til sýnis umsækjendum og öðrum sem þess óskuðu mánudaginn 24. nóvember 2014 frá kl. 17:00 til 19:00.  Umsóknum verður svarað fyrir lok febrúar 2015. Menningar- og safnanefnd áskilur sér rétt til að hafna umsóknum sem ekki henta starfsemi í húsinu að mati nefndarinnar.

Upplýsingar veitir Hulda Hauksdóttir, upplýsinga- og menningarfulltrúi, netfang hulda@gardabaer.is, s. 525 8500. 


Menningar- og safnanefnd Garðabæjar

Teikningar af Bjarnastöðum - grunnmyndir  (pdf-skjal)

Teikningar af Bjarnastöðum - sneiðingar  (pdf-skjal)

Teikningar af Bjarnastöðum - útlit 1 (pdf-skjal)

Teikningar af Bjarnastöðum - útlit 2 (pdf-skjal)