13. nóv. 2014

Jóla- og góðgerðardagur á Álftanesi

Jóla- og góðgerðadagur á Álftanesi verður haldinn 29. nóvember, auglýst er eftir félagasamtökum og einstaklingum sem vilja vera með söluborð

Hinn árlegi Jóla- og góðgerðadagur á Álftanesi verður haldinn laugardaginn 29. nóvember í Íþróttamiðstöðinni á Álftanesi frá kl. 12.00 – 16.00
Nánari dagskrá verður birt síðar

Við hvetjum félagasamtök og einstaklinga sem hafa áhuga á að taka þátt í deginum með söluvarning eða öðru að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið: godgerdadagur@gmail.com

Vinsamlegast takið fram við pöntun:
• Nafn félagasamtaka/einstaklings
• Nafn og símanúmer tengiliðs
• Fjöldi borða (hvert borð er 75cm x 3m)
• Aðrar upplýsingar ef einhverjar eru (dæmi: þarf að komast í rafmagn)

Hvert söluborð kostar 3000 kr.

Staðfesta þarf pöntun með því að leggja inn á sérstakan reikning
Foreldrafélagsins vegna Jóla- og góðgerðadagsins sem er 0140-26-540540, kt.:540597-2439. Allur ágóði af leigu borðanna mun renna til góðs málefnis.
Borðaskráningu lýkur 27. nóvember nk.

Foreldrafélag Álftanesskóla

Auglýsing (pdf-skjal)