Breyttur skilafrestur á byggingarnefndarteikningum
Byggingarfulltrúi fjallar um byggingarleyfisumsóknir og fer með þau verkefni sem mælt er fyrir um í lögum nr. 160/2010 um mannvirki og ákvæðum byggingarreglugerðar nr. 112/2012 sem sett eru á grundvelli laganna, þar á meðal útgáfu byggingarleyfa.
Bæjarráð annast verkefni byggingarnefndar og fjallar um byggingarleyfisumsóknir samkvæmt samþykkt um afgreiðslur byggingarnefndar Garðabæjar nr. 863/2011.
Hingað til hefur verið hægt að skila inn teikningum á hádegi á fimmtudegi sem leggja þarf fyrir fund bæjarráðs sem haldinn er á þriðjudegi þar á eftir. Breyting hefur verið gerð á afhendingartíma teikninga, sem leggja þarf fyrir bæjarráð. Nú þurfa teikningar sem fara eiga fyrir bæjarráð að berast í síðasta lagi á hádegi á þriðjudegi eða á hádegi viku fyrir fund bæjarráðs.
Ástæðan fyrir þessum breytingum eru þær auknu framkvæmdir sem í gangi eru í Garðabæ.