Urriðaholt, norðurhluti 2. áfangi. Forkynning deiliskipulagstillögu.
Urriðaholt, norðurhluti 2.áfangi. Forkynning deiliskipulagstillögu.
Skipulagsnefnd Garðabæjar hefur vísað tillögu að deiliskipulagi 2.áfanga norðurhluta Urriðaholts til forkynningar í samræmi við 3.mgr.40.greinar Skipulagslaga nr.123/2010.
Tillagan gerir ráð fyrir 161-181 íbúðareiningum í blandaðri byggð. Þar af verða um 121-141 íbúð í fjölbýli, 24 í raðhúsum, 12 í parhúsum og 4 í einbýlishúsum. Leitast er við að skapa fjölbreytni í húsgerðum og lifandi tengsl bygginga og göturýma. Hæð og fyrirkomulag húsa leitast við að taka mið af skjólmyndum eftir því sem hægt er og að sólar og útsýnis njóti sem víðast.
Forkynning stendur til 29.október. Meðan á forkynningu stendur er tillagan aðgengileg á heimasíðu Garðabæjar, gardabaer.is og á heimasíðu Urriðaholts, urridaholt.is . Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á því að koma með ábendingar sem verða teknar til umfjöllunar við endanlega mótun tillögunnar. Skal þeim skilað skriflega til skipulagstjóra Garðabæjar fyrir 29.október.
Almennur kynningarfundur verður haldinn þriðjudaginn 14.október kl. 16.00 í Flataskóla.
Á fundunum verður tillagan kynnt, spurningum svarað og opnað fyrir umræður. Á fundinum verða einnig kynntar tillögur að breytingum á deiliskipulagi Vesturhluta Urriðaholts sem nær til Mosagötu.
Skipulagsstjóri Garðabæjar
Greinagerð - deiliskipulag norðurhluta Urriðaholts 2. áfangi - drög - fyrri hluti
Greinagerð - deiliskipulag norðurhluta Urriðaholts 2. áfangi - drög - seinni hluti
Skýringaruppdráttur deiliskipulga norðurhluta Urriðaholts 2. áfangi - drög
Íbúakynning 14. október í Garðabæ, Urriðholt 2. áfangi norðurhluti