Álftanesvegur, endurnýjun göngu- og hjólastígs
Göngu- og hjólastígur sem liggur meðfram Álftanesvegi verður endurbyggður á um eins kílómeters kafla til suðurs frá hringtorgi við Bessastaðaveg. Þessi endurbygging er hluti af framkvæmd við endurbyggingu Álftanesvegar. Vinna við endurbyggingu stígsins hefst mánudag 29. september og áætlað að henni ljúki föstudag 18. október.
Göngu- og hjólastígur sem liggur meðfram Álftanesvegi verður endurbyggður á um eins kílómeters kafla til suðurs frá hringtorgi við Bessastaðaveg. Þessi endurbygging er hluti af framkvæmd við endurbyggingu Álftanesvegar. Vinna við endurbyggingu stígsins hefst mánudag 29. september og áætlað að henni ljúki föstudag 18. október.Gerður verður bráðabirgðagöngustígur með malarslitlagi vestan Álftanesvegar milli Fógetatorgs og Garðavegar en hjólandi umferð þarf að nota akbraut vegarins á þessum kafla.
Vegfarendur, akandi jafnt sem hjólandi og gangandi, eru beðnir velvirðingar á óþægindum sem þetta veldur og eru hvattir til að fylgja þeim merkingum og leiðbeiningum um takmarkanir á umferð sem uppi eru hverju sinni.