Urriðaholt – jarðvinna vegna skóla
Garðabær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir grunnskóla í Urriðaholti. Verkið felst í því að grafa út grunn og bílastæði á lóðinni Vörðuvegur 1-3 í Urriðaholti í Garðabæ og fjarlægja efnið.
Garðabær óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir grunnskóla í Urriðaholti.
Verkið felst í því að grafa út grunn og bílastæði á lóðinni Vörðuvegur 1-3 í Urriðaholti í Garðabæ og fjarlægja efnið.
Áætlaðar magntölur eru 11.200m³ af lausum jarðvegi og um 18.000m³ af klöpp.
Verktíminn er frá 15. nóvember 2014 til og með 28. febrúar 2015.
Útboðsgögn er hægt að nálgast endurgjaldslaust á útboðsvef Strendings ehf. á www.strendingur.is/utbodsvefur
Tilboðum skal skila eigi síðar en kl. 14:00 þann 15. október 2014, á skrifstofu Strendings ehf. verkfræðiþjónustu, Fjarðargötu 13-15, 220 Hafnarfirði, og verða þau opnuð þar á sama tíma.
Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar