Sundbrautir í Ásgarði - skólasund
Frá og með skólabyrjun haustið 2014 til vors 2015, á starfstíma grunnskólanna, verða allar sundbrautir í sundlauginni í Ásgarði lokaðar almenningi vegna skólasunds á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 09:30 - 14:00.
Til sundlaugargesta í Ásgarði
Frá og með skólabyrjun haustið 2014 til vors 2015, á starfstíma grunnskólanna, verða allar sundbrautir í sundlauginni í Ásgarði lokaðar almenningi vegna skólasunds á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 09:30 - 14:00.
Sundkennarar ráða alfarið umferð um sundbrautirnar á þessum tíma.
Aðra daga þegar sundkennsla eða sundæfingar eru í gangi verða ein eða fleiri brautir lausar fyrir almenning.
Sýnum börnunum og kennurum tillitssemi enda um lögboðna starfsemi að ræða.
Opið verður í vaðlaug, heita potta og gufuböð eins og áður.
Beðist er velvirðingar ef þetta raskar ykkar venjum.
Virðingarfyllst,
íþróttafulltrúi Garðabæjar