3. sep. 2014

Rafmagnslaust á Álftanesi og í hluta Garðabæjar aðfaranótt 12. september

Rafmagnslaust verður á Álftanesi og í hluta Garðabæjar aðfaranótt 12. september frá kl. 01:00- kl. 04:00
Tilkynning frá HS Veitum
Vegna vinnu í aðveitustöð verður straumlaust í Hafnarfirði, Álftanesi og hluta Garðabæjar, þ.e. vestan Hraunsholtslækjar frá kl. 01:00 til 04:00 aðfaranótt 12. september nk.
Straumur ætti þó að vera kominn á aftur í suðurbæ Hafnarfirði, þ.e. vestan Kaldárselsvegar og Selvogsgötu um kl. 01:15. Beðist er velvirðingar á þessu straumleysi, sem er vegna endurnýjunar á rafbúnaði í aðveitustöðinni.