21. ágú. 2014

Vinnuaðstaða listamanna/fræðimanna í Króki á Garðaholti

Auglýst er eftir umsóknum listamanna/fræðimanna um tímabundna vinnuaðstöðu í Króki á Garðaholti. Í boði eru 1-3 mánuðir í senn. Um er að ræða úthlutun frá og með október 2014 til og með maí 2015

Auglýst er eftir umsóknum listamanna/fræðimanna um tímabundna vinnuaðstöðu í Króki á Garðaholti. Í boði eru 1-3 mánuðir í senn. Um er að ræða úthlutun frá og með október 2014 til og með maí 2015.

Krókur er lítill bárujárnsklæddur burstabær í eigu Garðabæjar. Í hluta hússins er sér herbergi ætlað sem vinnuaðstaða fyrir listamann. Athugið að vinnuaðstaðan er ekki ætluð sem dvalarstaður en eingöngu sem vinnuaðstaða.  Herbergið sem um ræðir er frekar lítið og hentar þannig ekki öllum listgreinum (ekki þá sem þurfa mikið pláss), hentar ágætlega fyrir ritstörf.

Í vinnuherberginu eru fáein húsgögn, s.s. skrifborð, stóll, kommóða, skápar.   Einnig hefur viðkomandi aðgang að eldhúsi og baðherbergi með sturtu.  Krókur er staðsettur ská á móti samkomuhúsinu á Garðaholti í nágrenni við Garðakirkju í Garðabæ. 

Nánari upplýsingar um Krók.

Reglur um úthlutun vinnuaðstöðunnar í Króki. 

Nánari upplýsingar um vinnuaðstöðuna í Króki veitir Hulda Hauksdóttir upplýsinga- og menningarfulltrúi, s. 525 8500 / 525 8527.

Umsóknir eru rafrænar inni á Mínum Garðabæ.

Umsóknarfrestur er til og með 21. september nk.
Menningar- og safnanefnd Garðabæjar