Útboð - Stofnstígur vestan Hafnarfjarðarvegar
Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar óskar eftir tilboðum í verkið “Stofnstígur vestan Hafnarfjarðarvegar ”
Garðabær - Stofnstígur vestan Hafnarfjarðarvegar
Tækni- og umhverfissvið Garðabæjar óskar eftir tilboðum í verkið “Stofnstígur vestan Hafnarfjarðarvegar”.
Verkið felst í að leggja nýjan stofnstíg vestan Hafnarfjarðarvegar, á milli göngubrúar við Hraunsholt og undirganga við Bólstað, gerð jarðvegsmana og undirstaða fyrir hljóðgirðingar.
Tilboð skulu hafa borist teiknistofunni Landslag ehf, Skólavörðustíg 11, 101 Reykjavík, eigi síðar en mánudaginn 18. ágúst 2014 kl. 11:30, þar sem þau verða opnuð.