Breyting á deiliskipulagi Silfurtúns og deiliskipulagi Vesturhluta Urriðaholts
Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
1. Deiliskipulag Silfurtúns, breyting vegna hljóðvarna meðfram Hafnarfjarðarvegi.
Tillagan gerir ráð fyrir því að deiliskipulagssvæðið stækki til norðurs að Hafnarfjarðarvegi. Gert verður ráð fyrir hljóðvörnum í formi jarðvegsmana og hljóðveggjar. Tillaga að útfærslu hljóðmana er sýnd á skýringarmynd.
2. Deiliskipulag Vesturhluta Urriðaholts, breyting á fjölbýlishúsalóðum að Holtsvegi nr. 37 og 39.
Tillagan gerir ráð fyrir því að íbúðum í fjölbýlishúsinu að Holtsvegi nr. 37 fjölgi um 3 og að Holtsvegi nr.39 um tvær. Einnig að á báðum húsum bætist við inndregin hæð þannig að viðmiðunarhæðir verði 6 hæðir í stað 5 að Holtsvegi nr. 37 og 5 hæðir í stað 4 hæða að Holtsvegi nr. 39. Hámarkshæð húss nr. 37 verður 15,5 í stað 14,5 og hámarkshæð húss nr. 39 verður 12,5 í stað 11,0. Breytingar verða á fjölda bílastæða á lóð og í bílageymslum á báðum lóðum. Heildar byggingarmagn lóðanna er óbreytt.
Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 11.júlí til og með 29.ágúst 2014. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 29.ágúst 2014. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.
Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar
Deiliskipulagsbreyting Vesturhluta Urriðaholts, Holtsvegur 37-39