11. júl. 2014

Breyting á deiliskipulagi Silfurtúns og deiliskipulagi Vesturhluta Urriðaholts

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn Garðabæjar auglýsir hér með eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í samræmi við 1.mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

1. Deiliskipulag Silfurtúns, breyting vegna hljóðvarna meðfram Hafnarfjarðarvegi.

Tillagan gerir ráð fyrir því að deiliskipulagssvæðið stækki til norðurs að Hafnarfjarðarvegi. Gert verður ráð fyrir hljóðvörnum í formi jarðvegsmana og hljóðveggjar. Tillaga að útfærslu hljóðmana er sýnd á skýringarmynd.


2. Deiliskipulag Vesturhluta Urriðaholts, breyting á fjölbýlishúsalóðum að Holtsvegi nr. 37 og 39.

Tillagan gerir ráð fyrir því að íbúðum í fjölbýlishúsinu að Holtsvegi nr. 37 fjölgi um 3 og að Holtsvegi nr.39 um tvær. Einnig að á báðum húsum bætist við inndregin hæð þannig að viðmiðunarhæðir verði 6 hæðir í stað 5 að Holtsvegi nr. 37 og 5 hæðir í stað 4 hæða að Holtsvegi nr. 39. Hámarkshæð húss nr. 37 verður 15,5 í stað 14,5 og hámarkshæð húss nr. 39 verður 12,5 í stað 11,0. Breytingar verða á fjölda bílastæða á lóð og í bílageymslum á báðum lóðum. Heildar byggingarmagn lóðanna er óbreytt.

Tillögurnar liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Garðatorgi 7, frá 11.júlí til og með 29.ágúst 2014.  Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Frestur til þess að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 29.ágúst 2014. Skila skal athugasemdum á bæjarskrifstofur Garðabæjar og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillögurnar fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir þeim.

Arinbjörn Vilhjálmsson
skipulagsstjóri Garðabæjar

Hljóðvist við Silfurtún - breyting á deiliskipulagi Silfurtúns vegna hljóðvarna meðfram Hafnarfjarðarvegi

Deiliskipulagsbreyting Vesturhluta Urriðaholts, Holtsvegur 37-39