20. jún. 2014

Framkvæmdir vegna viðbyggingar við Hofsstaðaskóla

Framkvæmdir vegna viðbyggingar við Hofsstaðaskóla munu hefjast nú í júnímánuði. Framkvæmdasvæðið er alfarið norðan við núverandi skólabyggingu, milli skólans og lækjarins. Umferð verktaka til og frá framkvæmdasvæðinu verður um Krókamýri.

Framkvæmdir vegna viðbyggingar við Hofsstaðaskóla munu hefjast nú í júnímánuði. Framkvæmdasvæðið er alfarið norðan við núverandi skólabyggingu, milli skólans og lækjarins. Umferð verktaka til og frá framkvæmdasvæðinu verður um Krókamýri.

Umferðin verður mismikil eftir framkvæmdastigum. Væntanlega þyngst í júní /júlí meðan á jarðvegsframkvæmdum stendur. Eftir það hefjast framkvæmdir við grundun og uppsteypu hússins sem áætlað er að ljúki í októbermánuði. Eftir það verður aðallega um framkvæmdir innanhúss að ræða, fram á vor 2015, en þá hefst vinna við lokafrágang utanhúss s.s.múrhúðun og málun ásamt frágangi lóðar umhverfis viðbygginguna.

Þann 1.ágúst 2016 er áætlað að framkvæmdum verði að fullu lokið.

Skjal sem sýnir framkvæmdasvæði og aðkomu að því (pdf-skjal)